Fréttir

UndirritunIBH_1547629377125

16.1.2019 Fréttir : Samningar undirritaðir við ÍBH

Undirritaðir hafa verið tveir samningar milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. ÍBH er regnhlífasamtök allra íþróttafélaga í Hafnarfirði með milli 15-16 þúsund iðkendur og er því stærsta fjöldahreyfing í Hafnarfirði og öflugur vettvangur fyrir heilsueflingu og uppeldi.

15.1.2019 Fréttir : Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 17. febrúar 2019.

RaudiKrossinnHafnarfirdi

15.1.2019 Fréttir : Börn og umhverfi námskeið í Hafnarfirði

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldið dagana 22, 23, 29 og 30. janúar 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). 

15.1.2019 Skipulag í kynningu : Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Breytingin nær til reits 1 sem er aðstaða skógræktarfélags Hafnarfjarðar á núverandi uppdrætti og felur í sér stækkun og fjölgun byggingarreita fyrir hús, gróðurhús og kennslustofu ásamt lóðarstækkun.

Flokkid

14.1.2019 Fréttir : Tíðari hirðing blátunnu

Frá og með 1. janúar 2019 er blátunna tæmd á 21 dags fresti. Ákveðið hefur verið að auka hirðutíðni m.a. í þeirri von að magn pappa í grátunnu hverfi alveg. Líta skal á sorphirðudagatal sem viðmiðunardagatal þar sem veðurfar, veikindi og bilanir geta haft áhrif.

Tonlistarskolinn

11.1.2019 Fréttir : Söngnámskeið Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Fjögurra vikna söngnámskeið frá 28. janúar til 22. febrúar undir leiðsögn Ernu Guðmundsdóttur og Ingibjargar Guðjónsdóttur söngkennara. Um er að ræða 4 x 30 mínútna einkatíma með söngkennara á viku og 2 x 60 mínútna hóptíma með söngkennurum og undirleikara. 

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Heilsubotagongur3

Gönguáskorun: Um Hafnarfjörð frá Firði 16.1.2019 18:10 - 19:30 Fjörður verslunarmiðstöð

Frí ganga í gönguröð Gönguhópsins Vesen og Vargangur í samvinnu við Heilsueflandi samfélag í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ. Gengið verður frá Firði. 

 

Matarsóun - Hvað er til ráða? 17.1.2019 17:00 - 18:00

Rannveig Magnúsdóttir ræðir matarsóun frá ýmsum sjónarhornum á Bókasafni Hafnarfjarðar. 

 
HeilsueflandiSamfelag

Ókeypis heilsufarsmæling! Free health check! 19.1.2019 11:00 - 16:00 Hraunsel

English & Polski below! SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða Hafnfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við Heilsueflandi Hafnarfjörð og heilsugæsluna. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. 

 

Íbúafundur - Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði 21.1.2019 18:00 - 19:30 Hafnarborg

Umræða um verðlaunatillögur og gerð rammaskipulags. Samtal við arkitekta verðlaunatillagna í samkeppni um skipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis auk umræðu um gerð rammaskipulags sem byggir á verðlaunatillögunum.

 

Fleiri viðburðir