Fréttir

IMG_2651_1559651392763

17.6.2019 Fréttir : Ávarp fjallkonunnar 2019

Katla Sif Snorradóttir er fjallkona Hafnarfjarðarbæjar 2019. Katla Sif er hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Sörla og hlaut hún viðurkenningu á síðasta aðalfundi félagsins fyrir besta árangur í barna og unglingaflokki síðastliðið ár. Það þótti viðeigandi að Heilsubærinn Hafnarfjörður fengi öfluga íþróttakonu til að flytja ávarp Fjallkonunnar 2019. 

Smaralundur

14.6.2019 Fréttir : Þrír skólar fá viðurkenningu fræðsluráðs

Viðurkenning fræðsluráðs Hafnarfjarðar er veitt á hverju ári fyrir verkefni í skólastarfi sem ýta undir skólaþróun, fagsamvinnu og samstarf. Leikskólinn Smáralundur hlaut í vikunni viðurkenningu fyrir fjölbreyttan heilsueflandi skóla, Setbergsskóli fyrir lestur og ritun á yngsta kennslustigi og Víðistaðaskóli fyrir námsumhverfið veröld fyrir tvítyngda nemendur.

GledilegaThjodhatid2019

14.6.2019 Fréttir : 17. júní í Hafnarfirði

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði kæru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar. Haldið verður upp á 17. júní með veglegum hætti og mun hátíðardagskrá standa yfir frá morgni til kvölds víðsvegar um bæinn. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin fjölbreytt, lifandi og skemmtileg.

HafnfirdingurTilFyrirmyndar

14.6.2019 Fréttir : Hafnfirðingur til fyrirmyndar

Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins.

RatleikurHafnarfjardar2019

14.6.2019 Fréttir : Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn!

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 22. sinn. Markmið ratleiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar. 

Hafnarfjörður sumarkvöld

12.6.2019 Fréttir : Sigurjón Ólafsson nýr sviðsstjóri þjónustu og þróunar

Sigurjón Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri á nýju sviði þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ. Sigurjón hefur frá árinu 2013 rekið sitt eigið fyrirtæki, Fúnksjón vefráðgjöf, auk þess að starfa sem aðjúnkt í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Sigurjón mun hefja störf 1. ágúst. 

Fréttasafn


Viðburðir framundan

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2019 17.6.2019

Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði

 

Víkingahátíð í Hafnarfirði 17.6.2019 13:00 - 19:00

Verið velkomin á Víkingahátíð í Hafnarfirði sem verður aftur haldin á Víðistaðatúni.

 
Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Barnaganga 20.6.2019 18:00 - 19:00

Fanney Rós Magnúsdóttir íþróttafræðingur leiðir barnagöngu um Víðistaðatún. Skemmtiganga fyrir alla fjölskylduna þar sem boðið verður uppá upphitun, leiki, teyjur og slökun sem er sérstaklega stíluð inná yngstu göngugarpana.

 
Thordis-Asgeirsdottir-Fljugandi-gledi_1559896174559

Jónsmessugleði Grósku 2019 20.6.2019 19:30 - 22:00 Strandstigurinn Sjálandshverfi Garðabæjar

Jónsmessugleði Grósku er beðið með ofvæni og verður hún haldin í ellefta sinn fimmtudaginn 20. júní kl. 19.30-22. Eins og endranær verða fjölbreytileg listaverk til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. 

 

Álfahátíð í Hellisgerði 23.6.2019 14:00 - 16:00

Jónsmessuhátíðin Álfahátíð í Hellisgerði verður haldin í þriðja þann 23. júní næstkomandi.

 

Sönghátíð í Hafnarborg 24.6.2019 - 14.7.2019

Sönghátíð í Hafnarborg verður næst haldin dagana 24. júní - 14. júlí 2019. Boðið verður upp á master class með Kristni Sigmundssyni, tónlistarnámskeið fyrir börn sem og tónleika fyrir börn og fullorðna. 

 

Fleiri viðburðir