Breytt veðurspá

Veðurspáin hefur breyst til hins verra, því nú er viðvörunin, sem í morgun var gul, orðin appelsínugul. Og svo gul á aðliggjandi svæðum. Fyrir Strandir og Norðurland vestra er spáin þessi: „Gengur í norðan hvassviðri eða storm með hríðarveðri. Jafnvel stórhríð um tíma á utanverðum Tröllaskaga. Samgöngutruflanir líklegar.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Norðan stormur og…

Gul viðvörun fyrir morgundaginn

Mjög kröpp lægð gengur norður með austurströndinni. Norðan stormur og stórhríð, 18-25 m/s. Samgöngutruflanir líklegar.“ Þetta segir á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Spáin gildir fyrir morgundaginn, frá kl. 05.00 til 23.00. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson │ [email protected]

Mótmæla virkjun í Tungudal

Rafræn undirskriftasöfnun hefur staðið yfir á Netinu meðal Fljótamanna til að mótmæla áformum Orkusölunnar, dótturfélags RARIK, um Tungudalsvirkjun í Fljótum. Til stendur að ljúka söfnuninni á miðnætti í kvöld og afhenda undirskriftirnar í næstu viku. Síðdegis í gær voru komnar um 550 undirskriftir en slóð á söfnunina hefur verið inn á Facebook-hópnum „Við erum ættuð…

Riðið á vaðið á Sigluf­irði

Nú þegar örfáir dagar eru í upphaf grásleppuvertíðar hafa fáir kaupendur á grásleppu gefið upp verð fyrir vertíðina. Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf á Siglufirði reið á vaðið og gaf upp 260 krónur pr.kg fyrir óskorna grásleppu þann 6. mars síðastliðinn. Verkandinn var einnig fyrstur til að gefa upp verð fyrir vertíðina 2018. Þetta er ánægjuleg…

Gunnlaugur ánægður

Gunnlaugur Helgason, hinn landsþekkti útvarpsmaður og sjónvarpsmaður, var á Siglufirði um helgina ásamt Ágústu Valsdóttur eiginkonu sinni. „Siglufjörður hefur upp á margt að bjóða. Skíðabrekkur sem eru þær bestu og lengstu á landinu umkringdar af fallegum fjöllum. Þarna eru líka frábærir veitingastaðir, efstur er marokkóski veitingastaðurinn á Hótel Siglunesi,“ segir Gulli á Facebook. „Kokkurinn Jaouad…

Íslandsmeistarar í 3. deild

Íslandsmót neðri deildanna í blaki lauk um helgina. BF liðin í 3. deildunum stóðu í ströngu og árangur þeirra í vetur var mjög góður. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og urðu deildarmeistarar í 3. deild karla, þar sem liðið endaði með 38 stig en Haukar A urðu í 2. sæti með 33 stig. Um helgina…

Skólaverkfall fyrir loftslagið

Nemendur efri bekkja Grunnskóla Fjallabyggðar gengu fylktu liði um sveitarfélagið upp úr hádegi í dag og tóku þar með undir mótmæli hinnar ungu, sænsku Gretu Thunberg og fjölmargra annarra í yfir 100 þjóðlöndum gegn aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. „Við erum börn og framtíð okkar skiptir máli,“ var eitt að því sem heyrðist. Og á veggspjöldum…

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í húsnæði MTR í Ólafsfirði í gærkvöldi, frá kl. 18.00-19.00. Þar lásu nemendur 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar textabrot og fluttu ljóð. Foreldrum og öfum og ömmum hafði verið boðið að hlýða á og þau sem komu sáu ekki eftir því, enda upplesturinn og öll framkoma nemenda þeim og íslenskukennara þeirra, Guðrúnu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]


0k's - We Share News KG'in9 Share News Buy Best Cheap NHL jerseys Online Wholesale NHL Jerseys AIR's duck All Sports Share News Wholesale Mlb Jerseys Wholesale NFL Jerseys Cheap NHL Jerseys Bu9'er We Share News Off the World Cheap Wholesale NFL Jerseys USA