GAMMA og Genís

„Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins og mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi. GAMMA var ráðgjafi Genís við fjármögnunina.“ Þetta segir í aðsendri tilkynningu, sem var að berast. Og áfram: „Genís hf. er líftæknifyrirtæki á Siglufirði…

Stóraukin aðsókn á Ljóðasetrið

Stóraukin aðsókn er á Ljóðasetur Íslands á Siglufirði, eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break hóf að bjóða upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar á veturna. Fjölmargir hópar hafa pantað heimsókn á setrið fram í mars en aukin ásókn ferðamanna hleypir nýju lífi í vetrartímann að sögn Þórarins Hannessonar, stofnanda og forstöðumanns Ljóðaseturs Íslands,…

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2019

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2019, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 24. janúar næstkomandi í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18.00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Mynd: Úr safni. Texti: Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

Spá 40-50 m/​s í dag

Það er spáð kolvitlausu veðri í dag og nótt, að því er fram kemur á Mbl.is. Á Ströndum og Norður­landi vestra tek­ur gul viðvör­un gildi klukk­an 13.00 og gild­ir til 10.00 í fyrra­málið. Þar er spáð suðvest­an 15-25 m/​s með vind­hviðum 35-45 m/​s við fjöll, hvass­ast á Strönd­um og í Skagaf­irði. Á Norður­landi eystra tek­ur…

Svipaður fjöldi íbúa

Tölur Þjóðskrár Íslands um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum 1. desember 2018 sýna fjölgun frá árinu áður í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra, þar sem íbúum fækkaði um 0,2%. Þrettán sveitarfélög eru í þeim landshluta og var mest fjölgun í Langanesbyggð, 6%, og mest fækkun í Norðurþingi, 7%. Í Fjallabyggð fækkaði íbúum um 7, eða…

Vetrarfuglatalning

Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið í gangi undanfarna daga um land allt. Hún hefur verið við lýði síðan um jólaleytið 1952. Þetta mun vera ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra tegunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á…

Mandarínönd heimsækir Siglufjörð

Mandarínönd, karlfugl í sínu fínasta pússi, er í heimsókn í Siglufirði þessa dagana. Hún er ættuð úr Austur-Asíu en er sennilega komin til Íslands frá Bretlandseyjum og er af flokki trjáanda, en þær eru í háttum svipaðar buslöndum, eins og rauðhöfðaönd, stokkönd og urtönd. Mandarínönd er 41-49 sm að lengd og með 65-75 sm vænghaf….

Alþýðuhúsið á Þrettándanum

Sunnudaginn næstkomandi, 6. janúar, kl. 14.00, opnar sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sem samanstendur af verkum í eigu Aðalheiðar. Undanfarin ár hefur hún haft gaman af að setja upp verk úr listaverkaeigu fjölskyldunnar sem er orðin töluverð eftir 30 ára starf við myndlist. Að þessu sinni eru það listamennirnir Jón Laxdal, Freyja Reynisdóttir, Leifur…

Nýárstónleikar

Nýárstónleikar verða í Siglufjarðarkirkju á laugardaginn kemur, 5. janúar, kl. 17.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Karlakórinn í Fjallabyggð, ásamt hljómsveit og einsöngvara, nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Ronja og ræningjarnir og Kirkjukór Siglufjarðar. Miðaverð er 2.500 krónur en ókeypis fyrir yngri en 12 ára. Enginn posi verður á staðnum. Allur ágóði rennur…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]


Buy Coolest Soccer Jerseys Cheap NHL Jerseys Pitty's News Wholesale Replica Cheap MLB Jerseys Replica Soccer Jerseys Cheap Wholesale NFL Jerseys USA Web Sitemap Cheap NBA Jerseys Wholesale NFL Jerseys Top Selling NBA Jerseys